Heimsfréttaþjónustan hefur nú opnað persneskan vefhluta á vef sínum. Um er að ræða mikilvæga viðbót frá stofnun fréttaþjónustunnar í byrjun aldarinnar.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN: Vefur Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar býður nú upp á fréttir á persnesku. Um er að ræða mikilvæga viðbót við vefinn frá því að honum var hleypt af stokkunum fyrir tveimur áratugum.
Sérstakur vefur á persnesku hefur verið til staðar fram að þessu en með því að gera persnesku eitt af aðaltungumálum vefsins verður upplifun notenda heildstæðari.
Á sama tíma hefur sérstakri YouTube-rás verið hleypt af stokkunum sem býður upp á persneskar útgáfur af myndböndum heimsfréttaþjónustunnar með fréttum um þróun bahá’í heimssamfélagsins.
Til að bæta upplifun persneskumælandi lesenda hefur einnig verið bætt við tölvupóstáskriftarþjónustu þar sem nýjustu fréttir er sendar um leið og þær birtast.
Bahá’í heimsfréttaþjónustan var komið á fót árið 2000 og hefur það markmið að birta fréttir sem vekur fólk til umhugsunar og veitir því innblástur þar sem fjallað er um þá innsýn sem fengist hefur af viðleitni bahá’í heimssamfélagsins til að stuðla að bættu þjóðfélagi.
Nýji vefhlutinn inniheldur öll myndbönd heimsfréttaþjónustunnar, þar á meðal stuttmyndir, heimildamyndir og hlaðvörp.
Persneski vefhlutinn bætist þannig við vefhluta fyrir fjögur tungumál: Ensku, frönsku, rússnesku og spænsku.
Auk vefsins er heimsfréttaþjónustan aðgengileg í öppum fyrir farsíma (Android og iOS), á Facebook, Instagram (persneska), X (áður Twitter) og YouTube.
Ný YouTube-rás býður upp á persneskar útgáfur myndbanda sem gefnar hafa verið út af fréttaþjónustunni um þróun bahá’í heimssamfélagsins.