Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Kristur og Bahá'u'lláh: Mikilvæg lesning fyrir alla sem hafa áhuga á trú, sögu og menningu.


16. May 2023 Höfundur: siá

 

 

 

Bókin Kristur og Bahá’u’lláh er nú aðgengileg á netinu (issue.com) á íslensku sem flettibók en verður vænanlega seinna aðgengileg á bahá’í vebókasafninu. Í inngangi þýðandans, Róberts Badí Baldurssonar, er ítarlega fjallað um höfundinn, Georg Townshend, sem var Hönd málstaðar Guðs og náinn samverkamaður Shoghi Effendi, Verndara bahá'í trúarinnar. Í þessari stórmerku bók er að finna mjög fræðandi og upplýsandi samanburð á kristinni trú og bahá’í trúnni ásamt sögulegri umfjöllun um hvernig þessi trúarbrögð tengjast. Þetta er mikilvæg lesning fyrir alla sem hafa áhuga á trú, sögu og menningu. (Eðvarð T. Jónsson)