Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

BIC Genf: Herferð til að heiðra minningu bahá‘í kvenna sem voru teknar af í lífi í Íran fyrir 40 árum og kastljósinu beint að jafnrétti


15. maí 2023 Höfundur: siá

15. maí 2023

 

 

BIC GENF — 18. júní, 2023 verða liðin 40 ár síðan Íslamska lýðveldið í Íran framdi hræðilegan glæp til að kúga bahá‘í samfélag landsins: 10 bahá’í konur voru hengdar á einni nóttu á almenningstorgi í Shíraz. Eini ‘glæpur’ þeirra var að neita að hafna trú sinni, trú sem stuðlar að jafnrétti kynjanna—sem er ekki til staðar og jafnvel álitin glæpsamleg í Íran—og sem stuðlar auk þess að einingu, réttlæti og sannsögli.

Konurnar voru hengdar hver á eftir annarri og hver og ein þeirra var neydd til horfa á aftöku þeirrar konu sem var næst á undan henni í röðinni, í ógnvænlegri tilraun til að knýja þær til að afneita trú sinni. Ein þeirra var aðeins 17 ára. Flestar voru þær rúmlega tvítugar. Mannréttindasamtök og almenningur víða um lönd fordæmdi þessar villimannslegu aðferðir íranskra stjórnvalda.

Þjóðarleiðtogar þess tíma leiddu baráttuna til að áfrýja dauðdómum yfir bahá‘í konum og mönnum og fá þeim aflétt. En allt kom fyrir ekki.