Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

13. heimsþingið: Haldið heim á leið. Fulltrúar geisla anda einingar


3. maí 2023 Höfundur: siá

3. maí, 2023

BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Ferð þátttakenda Bahá‘í heimsþingsins náði hámarki í gærkvöldi þegar þeir héldu upp á Riḍvánhátíðina á helgi grund í kringum helgidóm Bahá'u'llah í Bahjí—mjög hrífandi reynsla sem veitti þeim mikinn innblástur.

Riḍvánhátíðin er bahá‘íum mjög hugleikin, þar eð hún er haldin til minningar um þá daga þegar Bahá'u'lláh, stofnandi trúarinnar, kunngerði opinberlega köllun sína sem boðberi Guðs. Þessi tólf daga hátíð, haldin hátíðleg frá 21. apríl til 2. maí, er tími gleði og íhugunar fyrir bahá‘ía um allan heim. Fulltrúar þingsins sóttu innblástur í anda Riḍván, sem er tákn um afgerandi augnablik einingar og endurnýjunar.

Minningarhátíðin í Bahjí gegndi því hlutverki að vera minnisstæður lokapunktur þingsins, þegar þátttakendur samkomunnar hófu heimferð sína. Auðgaðir af reynslu undanfarinna daga, snúa fulltrúarnir aftur til sinna landa um allan heiminn, til að kynda undir þá starfsemi sem þegar er komin af stað til að stuðla að friðsömu þjóðfélagi.

Fleiri myndir af lokadegi þingsins og minningarathöfninni á 12. degi Riḍván í Bahjí er hægt að nálgast hér.