Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

13. Bahá‘í heimsþingið: Andi þingsins ríkjandi við móttöku hjá borgarstjóra Haífa


3. maí 2023 Höfundur: siá

 

 

BAHÁ’Í HEIMSÞINGIÐ — Meira en 160 fulltrúar 13. heimsþingsins og um það bil 150 embættismenn, sendifulltrúar, frammámenn og trúarleiðtogar gyðinga, múslima, kristinna og drúsa hittust við móttöku – til að fjalla um hið hnattræna kosningarferli þingsins og auk þess um bahá‘í starfsemi, í víðara samhengi, sem stuðlar að þjóðfélagsumbótum.


Borgarstjóri Haífa Einat Kalisch-Rotem lét í ljósi einlægt þakklæti fyrir það tækifæri að fá að  ávarpa þennan fjölbreytilega hóp og gat þess að hún hefði lengi dáðst að bahá‘í trúnni. “Það er heiður fyrir mig að standa hérna fyrir framan ykkur sem borgarstjóri Haífa, borgar þar sem eitt af þekktustu kennileitum, og eitt af helgustu og andlegustu stöðum bahá‘í samfélagsins er staðsett. Bahá‘í heimsmiðstöðin, þar á meðal helgidómur Bábsins og stallarnir, er tákn fyrir skuldbindingu bahá‘í samfélagsins hvað varðar einingu, frið og jafnrétti.”

 

Borgarstjóri Haífa Einat Kalisch-Rotem ræðir við tvo fulltrúa Bahá‘í heimsþingsins frá Mongolíu (fyrir miðri mynd) og Kazakhstan (til hægri)

Borgarstjóri Haífa Einat Kalisch-Rotem ræðir við tvo fulltrúa Bahá‘í heimsþingsins frá Mongolíu (fyrir miðri mynd) og Kazakhstan (til hægri)