BRASILÍA, Brasilíu – Nýlega var haldin opinber málstofa í þjóðþingi Brasilíu, sem kannaði hvaða hlutverki trúarbrögð geta gengt til að stuðla að samstöðu meðal íbúa landsins.
Erika Kokay, þingmaður í neðri deild þingsins, lagði áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna andlegt eðli manna. Hún sagði: „Ef við höfnum okkar andlegu raunveru sviptum við okkur grunnþætti mannlegrar tilveru.“
Málstofan var skipulögð sameiginlega af Brasilísku bahá‘í skrifstofu ytri samskipta og embættismönnum ríkisstjórnarinnar. Ýmsir samtrúarhópar, sem samanstóðu af fræðimönnum, trúarsamfélögum og hópum sem láta sig þjóðfélagsmál varða, tóku þátt í málstofunni.
Nánar hér: https://news.bahai.org/story/1641/