BIC ADDIS ABABA — Skrifstofa Alþjóðlega bahá'í samfélagsins í Addis Ababa, Eþíópíu, hefur gefið út myndband sem heitir Women in Peace (Konur sem vinna að friði), sem fjallar um það mikilvæga hlutverk sem konur geta gengt til að vinna að friði.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt að reist verði þrjú ný bahá’í tilbeiðsluhús sem mun marka enn einn áfangann á þeirri vegferð að gera sýna um þessar helgu byggingar að veruleika, táknmyndir um andlegan lífsþrótt og einingu.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Í nýjasta hlaðvarpsþættinum frá Bahá’í heimfréttaþjónstunni kannaði Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum, hve mikið bahá’íar í Íran hafa lagt af mörkum til íransks þjóðfélags. Dr. Yazdani sagði frá framlagi þeirra á ýmsum sviðum, meðal annars í heilbrigðis-, landbúnaðar- og menntamálum.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna. Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.