Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Dagatal með helgi- og hátíðisdögum trúfélaga


5. janúar 2023 Höfundur: siá

 

 

Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi hefur gefið út dagatal með helgi- og hátíðisdögum trúfélaganna. Í tilkynningu frá séra Jakobi Rollandi, talsmanni samráðsvettvangsins kemur fram að öll félögin sem standa að samráðsvettvanginum, 25 að tölu, standi að baki útgáfunni. Hönnuður er Geoffrey Pettypiece en ljósmyndirnar tók Lárus E. Bjarnason.

Ennfremur segir í tilkynningunni að með útgáfunni sé „leitast við að miðla upplýsingum til almennings, sem geta nýst á margvíslegan hátt í fjölmenningarþjóðfélagi nútímans. Megi þetta átak stuðla að samheldni samfélagsins á Íslandi með umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi.“

Leyfilegt er að nota dagatalið og dreifa því að vild.

Meðfylgjandi er PDF útgáfa dagatalsins: https://mcusercontent.com/efba3f853d7604e4ebc293699/files/e8e2ce34-40d6-...

(Unnið upp úr frétt frá Bahá'í skrifstofunni, Kletthálsi 1)