Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ótrúlegt óréttlæti: Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi dæmdar í fangelsi í annan áratug í Íran


12. desember 2022 Höfundur: siá

Mahvash Sabet (til vinstri) og Fariba Kamalabadi (til hægri)

 

ALÞJÓÐLEGA BAHÁ‘Í SAMFÉLAGIÐ, GENF — Á sama tíma og írönsk stjórnvöld beita sína eigin þegna auknum ofbeldisfullum og þvingandi aðgerðum, hafa tvær bahá‘í konur, Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi, sem litið er á sem tákn um þrautseigju eftir 10 ára fangelsisdvöl, verið dæmdar í annað sinn til áratugalangrar fangelsisvistar.

Írönsku bahá‘í konurnar voru handteknar 31. júlí – í annað sinn – við upphaf nýrrar öldu ofsókna á hendur írönskum bahá‘íum.