ALÞJÓÐLEGA BAHÁ‘Í SAMFÉLAGIÐ, GENF — Á sama tíma og írönsk stjórnvöld beita sína eigin þegna auknum ofbeldisfullum og þvingandi aðgerðum, hafa tvær bahá‘í konur, Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi, sem litið er á sem tákn um þrautseigju eftir 10 ára fangelsisdvöl, verið dæmdar í annað sinn til áratugalangrar fangelsisvistar.
Írönsku bahá‘í konurnar voru handteknar 31. júlí – í annað sinn – við upphaf nýrrar öldu ofsókna á hendur írönskum bahá‘íum.