Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný íslensk þýðing á Kitáb-i-Íqán: Bók fullvissunnar eftir Bahá’u’lláh


11. nóvember 2022 Höfundur: siá
Þýðinga- og málfarsnefnd kynnir nýendurskoðaða íslenska þýðingu á Kitáb-i-Íqán: Bók fullvissunnar. Bahá’u’lláh opinberaði ritið í Bagdað 1861/62 sem svar við spurningum eins af móðurbræðrum Bábsins. Það var gefið út á ensku í fyrsta sinn í þýðingu Shoghi Effendi árið 1931. Eðvarð T. Jónsson þýddi ritið á íslensku og var fyrsta þýðing hans gefin út á prenti árið 1994.

Bók fullvissunnar er fyrsta ritið á Bahá’í vefbókasafninu sem inniheldur orðskýringar. Hægt er að smella á ákveðin orð í textanum og þá birtist gluggi neðst í vafranum með skýringunni.

Bók fullvissunnar er annað ritið sem nefndin hefur gefið út sem rafbók (ePub), en hin er Trúarkerfi Bahá’u’lláh eftir Shoghi Effendi. Rafbókina má sækja sem ePub skrá af Bahá’í vefbókasafninu. Eigendur Kindle lestölvu geta keypt bókina á Kindle Store.

Bók fullvissunnar á Bahá’í vefbókasafninu
https://bokasafn.bahai.is/helgiri.../bahaullah/kitab-i-iqan/

Bók fullvissunnar á Kindle Store
https://www.amazon.com/dp/B0BM4XFD25

Sæktu Bahá’í vefbókasafnið fyrir tækið þitt!

Google Play Store
https://play.google.com/store/apps/details...

Microsoft Store
https://microsoft.com/is-is/store/apps/9P4GVBRDLQWV...