Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný þýðing á Trúarkerfi Bahá'u'lláh


11. september 2022 Höfundur: siá

Þýðinga- og málfarsnefnd kynnir nýendurskoðaða íslenska þýðingu á Trúarkerfi Bahá'u'lláh, bréfi Shoghi Effendi sem hann ritaði árið 1934 og beindi til bahá'ía á Vesturlöndum. Þýðandi er Eðvarð T. Jónsson en fyrsta þýðing hans var gefin út á prenti árið 1990. Nú hefur þýðingin verið endurskoðuð og gefin út á Bahá'í vefbókasafninu.

Í Trúarkerfi Bahá'u'lláh veitir Shoghi Effendi okkur dýpri skilning á höfuðpersónum trúarinnar og stjórnskipan Bahá'u'lláh. Hönd málstaðarins Rúḥiyyih Khánum ritaði eftirfarandi um verkið:

Hið mikilvæga rit sem gengur undir nafninu Trúarkerfi Bahá’u’lláh var skrifað árið 1934 og skall yfir bahá’íana eins og blindandi hvítt ljós. Ég man að þegar ég las það fyrst greip mig mjög sérstæð tilfinning – mér fannst sem allur alheimurinn hefði skyndilega þanist út í kringum mig og ég horfði á geislandi stjörnum prýtt ómælisdjúp hans; öll ókönnuð svið skilnings okkar víkkuðu í einni sjónhending; dýrð þessa málstaðar og sönn staða höfuðpersóna hans opinberuðust okkur og við urðum aldrei söm og jöfn.

https://bokasafn.bahai.is/.../sho.../truarkerfi-bahaullah/1/