Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

6 bahá'í heimili eyðilögð og 20 hektarar lands yfirtekið af lögreglumönnum á vegum írönsku ríkisstjórnarinnar | BWNS


3. ágúst 2022 Höfundur: siá

Um það bil 200 lögreglumenn á vegum írönsku ríkisstjórnarinnar eyðilögðu sex heimili og yfirtóku meira en 20 hektara lands sem tilheyrir bahá'íum í þorpinu Roushankouh, í Mazandaranhéraði. Lögreglumennirnir notuðu piparúða til að dreifa fólki og hleypt var af byssum meðan á aðgerðinni stóð.

 

Þessi síðasta árás kemur í kjölfar aukinna ofsókna gegn bahá'íunum: Meira en 100 hafa annaðhvort sætt lögreglurannsókn eða verið handteknir á undanförnum dögum og tugir þeirra hafa verið yfirheyrðir síðan í júní. Þar sem skjöl sýna að íranska ríkisstjórnin hefur það á stefnuskrá sinni að ofsækja bahá'ía, þarf alþjóðlega samfélagið að bregðast strax við, áður en það er um seinan,” sagði Diane Ala’i, fulltrúi Alþjóðlega bahá'i samfélagsins (the Bahá’í International Community) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. ► Nánar á BWNS https://news.bahai.org/story/1608/