Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Friðariðkendur - örráðstefna fyrir ungmenni



Verið velkomin á ungmennaráðstefnuna Friðariðkendur!

Mynd af Bahá'í setrinu að Kistufelli

Örráðstefna fyrir ungmenni verður haldin að Kistufelli 10.-11. ágúst.

 

For English - switch the site to English (see link to the right above the menu).

Ungmennum á aldrinum 15 til 30 ára er boðið að taka þátt í fyrstu örráðstefnu okkar á Kistufelli helgina 10. – 11. ágúst. Ráðstefnan er opin öllum ungmennum á þessum aldri, óháð tungumálakunnáttu og bakgrunni.

Á ráðstefnunni verður unnið með fjölbreytt viðfangsefni sem hjálpa okkur að ígrunda heiminn sem við búum í og framlag okkar til hans. Við erum hvött til að líta á líf okkar, hversu ófullkomið sem það er, sem dýrmætan ljósgjafa fyrir þá sem eru í kringum okkur. Dagskráin samanstendur af umræðum og hugleiðingum í hópum, listrænum viðfangsefnum, samvinnuleikjum og tónlist.

Hlutar dagskrárinnar gætu verið í blönduðum (aldurs)hópum og aðrir í hópum eftir aldri, en það fer eftir fjölda og samsetningu þátttakenda.

Hagnýtar upplýsingar:

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt, skráið ykkur með því að fylla út skráningareyðublaðið hér eða hringja í síma 792-3299 (Åshild Dybwad) eða 567-0344 á opnunartíma Bahá'í þjóðarskrifstofunnar (kl. 14:00-16:00 þriðjudaga til fimmtudaga).

  • Dagskráin hefst á laugardeginum klukkan 12:00 og henni lýkur á sunnudeginum klukkan 14:00, við mælumst til þess að þátttakendur taki þátt í dagskránni allan tímann.
  • Við getum aðstoðað við að skipuleggja ferðir til og frá Kistufelli, ekki láta það verða ástæðu til að koma ekki!
  • Ef þú ert með ofnæmi, vinsamlegast láttu okkur vita.
  • Það þarf að koma með rúmföt og handklæði.
  • Ef þú spilar á hljóðfæri sem hægt er að bera, væri gaman ef þú tækir það með.

Þessi örráðstefna er sú fyrsta af nokkrum sem haldnar verða hér á Íslandi þar sem byggt verður á efni ráðstefnunnar sem fór fram nýverið í Staffordshire á Bretlandi. Þangað fóru tvö íslensk ungmenni sem munu, með aðstoð annarra, leiða umræður hér heima. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt fólk af ólíkum uppruna og lífsskoðunum til að koma saman og velta fyrir sér heiminum sem við lifum í og ​​framlagi okkar til hans.