Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

 • 
  10. March 2017 Höfundur: siá

  Þemakvöld í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ

  Á þemakvöldi sem verður haldið í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ, Túngötu 11, fimmtudaginn 9. mars kl. 20 verður fjallað um lífið eftir dauðann, sagt frá nýjustu rannsóknum á nærdauðareynslu, hugmyndum trúarbragðanna um það sem tekur við að loknu þessu lífi og margt annað spennandi og dularfullt. Allir hjartanlega velkomnir!
 • 
  5. March 2017 Höfundur: siá

  Bahá'í föstumánuðurinn er hafinn

  Paradísarfugl
  Síðasti mánuður ársins er föstumánuður, en hver mánuður stendur í 19 daga samkvæmt bahá'í tímatalinu. Fastan hófst 1. mars og stendur til 19. mars, að báðum dögum meðtöldum. Á þessu tímabili er lögð mikil áhersla á bænir og hugleiðslu. Átrúendurnir neita sér um mat og drykk frá kl. 6 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.
 • 
  4. March 2017 Höfundur: siá

  Nýr áfangi í byggingu tilbeiðsluhúss hefur náðst

  Mynd af lóð tilbeiðsluhússins
  AGUA AZUL, Kólumbíu — Mikilvægur áfangi við byggingu svæðistilbeiðsluhúss í Agua Azul, þorpi í Norte del Cauca, Kólumbíu, náðist nýlega. Byggingarframkvæmdir hófust formlega í janúar, eftir undiritun samninga við byggingarfyrirtæki á staðnum.
 • 
  24. February 2017 Höfundur: rbadi76

  Fyrirheit um heimsfrið endurútgefið

  Bahá'í útgáfan hefur endurútgefið yfirlýsingu Allsherjarhúss réttvísinnar frá 1985, sem nefnist Fyrirheit um heimsfrið. Þessi yfirlýsing er einstæð í sögu Bahá'í trúarinnar því henni er beint til þjóða heimsins og inniheldur bæði fyrirheit og varnaðarorð til alls mannkyns.
 • 
  23. February 2017 Höfundur: rbadi76. Efnisflokkar: Fyrirlestrar, 'Abdu'l-Bahá

  Fyrirlestur í þjóðarmiðstöð bahá'ía 2. mars

  Mynd af 'Abdu'l-Bahá
  Þann 2. mars 2017 munu Earl Redman ásamt konu sinni, Sharon OʼToole, halda fyrirlestur í þjóðarmiðstöð bahá'ía. Hjónin eru búin að ferðast um allan heim og hafa heimsótt samfélög víða og boðið upp á fyrirlestra og dýpkanir um sögu bahá'í trúarinnar.
 • 
  12. October 2016 Höfundur: rbadi76

  Opið hús í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni

  Mynd af bahá'í tilbeiðsluhúsinu í Chile
  Í tilefni af vígslu bahá'í tilbeiðsluhússins í Chile verður opið hús í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Öldugötu 2 á morgun, 13. október, kl. 13:30 -16:00.
 • 
  3. May 2015 Höfundur: edvardj

  Landsþing bahá'ía á Íslandi 2015

  Fulltrúar og gestir á landsþinginu
  Bahá'íar kusu andlegt þjóðarráð sitt 2. maí síðastliðinn en árlegt landsþing þeirra var haldið í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni að Öldugötu 2 í Reykjavík dagana 1.-2. maí síðastliðinn. Þetta var 44. landsþing bahá'ía á Íslandi en þjóðarráðið var stofnað á Íslandi 1972.
 • 
  21. April 2015 Höfundur: rbadi76. Efnisflokkar: Allsherjarhús réttvísinnar, Ridván, Ridvánboð

  Ridván-boð Allsherjarhúss réttvísinnar til bahá'ía um heim allan

  Aðsetur Allsherjarhúss réttvísinnar
  Ridván-hátíðin, helgasta hátíð bahá’ía, er gengin í garð. Af þessu tilefni sendir æðsta stjórnstofnun bahá’í trúarinnar, Allsherjarhús réttvísinnar, árleg skilaboð sín til bahá’ía um allan heim.

Pages