Kyrrðarstund verður haldin að venju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 14. mars, kl. 20, á heimili Ólafs Haraldssonar og Ragnheiðar Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55. Slíkar kyrrðarstundir hafa verið haldnar vikulega á heimili hjónanna um árabil. Á eftir bænalestri er boðið upp á veitingar og rætt um andleg málefni sem tengjast Bahá'í trúnni.
Ungmennamót verður haldið dagana 12.-15. apríl (í páskaleyfinu) í Bahá'í miðstöð Njarðvíkur að Túngötu 11. Farið verður í gegnum Ruhi bók 1. Námskeiðið er opið fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa.
Á þemakvöldi sem verður haldið í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ, Túngötu 11, fimmtudaginn 9. mars kl. 20 verður fjallað um lífið eftir dauðann, sagt frá nýjustu rannsóknum á nærdauðareynslu, hugmyndum trúarbragðanna um það sem tekur við að loknu þessu lífi og margt annað spennandi og dularfullt. Allir hjartanlega velkomnir!
Síðasti mánuður ársins er föstumánuður, en hver mánuður stendur í 19 daga samkvæmt bahá'í tímatalinu. Fastan hófst 1. mars og stendur til 19. mars, að báðum dögum meðtöldum. Á þessu tímabili er lögð mikil áhersla á bænir og hugleiðslu. Átrúendurnir neita sér um mat og drykk frá kl. 6 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.
AGUA AZUL, Kólumbíu — Mikilvægur áfangi við byggingu svæðistilbeiðsluhúss í Agua Azul, þorpi í Norte del Cauca, Kólumbíu, náðist nýlega. Byggingarframkvæmdir hófust formlega í janúar, eftir undiritun samninga við byggingarfyrirtæki á staðnum.
Bahá'í útgáfan hefur endurútgefið yfirlýsingu Allsherjarhúss réttvísinnar frá 1985, sem nefnist Fyrirheit um heimsfrið. Þessi yfirlýsing er einstæð í sögu Bahá'í trúarinnar því henni er beint til þjóða heimsins og inniheldur bæði fyrirheit og varnaðarorð til alls mannkyns.
Þann 2. mars 2017 munu Earl Redman ásamt konu sinni, Sharon OʼToole, halda fyrirlestur í þjóðarmiðstöð bahá'ía. Hjónin eru búin að ferðast um allan heim og hafa heimsótt samfélög víða og boðið upp á fyrirlestra og dýpkanir um sögu bahá'í trúarinnar.
Bahá'íar kusu andlegt þjóðarráð sitt 2. maí síðastliðinn en árlegt landsþing þeirra var haldið í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni að Öldugötu 2 í Reykjavík dagana 1.-2. maí síðastliðinn. Þetta var 44. landsþing bahá'ía á Íslandi en þjóðarráðið var stofnað á Íslandi 1972.
Ridván-hátíðin, helgasta hátíð bahá’ía, er gengin í garð. Af þessu tilefni sendir æðsta stjórnstofnun bahá’í trúarinnar, Allsherjarhús réttvísinnar, árleg skilaboð sín til bahá’ía um allan heim.
TANNA, Vanúatú – Heyra mátti ákall um einingu enduróma í bænasöng í tilbeiðsluhúsi Tanna. Vinirnir sem höfðu safnast þar saman fundu fyrir endurnærandi andvara í sálinni. Þrátt fyrir að aðhyllast mismunandi trúarbrögð vissu þeir að mesta uppspretta styrks þeirra fælist í sameiginlegri manngæsku.
PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu - Í þessum hlaðvarpsþætti frá heimsfréttaþjónustunni heyrum við Kessia Ruh, sem er meðlimur álfuráðs Eyjaálfu, deila sögum af viðleitni bahá’íanna á Papúa Nýju Gíneu til að stuðla að velferð samfélags síns.
Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti í fyrradag um útnefningu til stjórnar Alþjóðlegu bahá’í þróunarstofnunarinnar. Fjölgað hefur verið í stjórninni, úr fimm í sex og tekur útnefningin gildi á Degi sáttmálans, þann 26. nóvember næstkomandi.
Mánudaginn 6. nóvember sl. fór fram málþing um andlát, trúarbrögð og lífsskoðanir í Veröld - Húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík. Það var Samráðsvettvangur trúfélaga sem stóð fyrir málþinginu. Samráðsvettvangurinn er aðildarfélag 25 trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi og er Bahá’í samfélagið aðili að honum.