Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

  • 
    10. júlí 2017 Höfundur: siá

    Píslarvættis Bábsins minnst um allan heim

    Bahá'íar um allan heim minntust í gær píslarvættis Bábsins, fyrirrennara bahá'í trúarinnar, sem átti sér stað í Tabrís í Persíu 9. júlí, 1850. Bahá'íar á Íslandi komu saman á ýmsum stöðum að þessu tilefni.
  • 
    30. júní 2017 Höfundur: siá

    Bahá'íar frá Írak heimsækja þjóðarmiðstöðina

    Laugardaginn 1. júlí, var haldið opið hús í Bahá‘í miðstöðinni, Kletthálsi 1, Reykjavík, með hjónunum herra og frú Aqiqi, sem voru stödd hér á landi í nokkra daga. Þau eru bæði bahá'íar frá Írak, en eru búsett í Ottawa, Kanada. Þar í borg er öflugt bahá'í starf og eru átrúendurnir rúmlega eitt þúsund talsins.
  • 
    29. júní 2017 Höfundur: siá

    Teikning af tilbeiðsluhúsinu á Tanna afhjúpuð

    TANNA, Vanuatu — Meira en þúsund manns söfnuðust saman sunnudaginn 18. júní síðastliðinn til að verða vitni að því þegar teikning af svæðistilbeiðsluhúsi á eyjunni Tanna í Vanuatu var afhjúpuð.
  • 
    26. júní 2017 Höfundur: siá

    Bahá'íar á Akureyri bjóða upp á ýmsa starfsemi

    Bahá'í samfélagið á Akureyri býður áhugasömum upp á að taka þátt í bænastundum, vera með í námshring sem fjallar um andlegar hliðar lífsins, fræðast um líf Bahá‘u‘lláh, viðhorf bahá‘í trúarinnar til annarra trúarbragða og afstöðu hennar til dauðans. Hægt er að hafa samband við Böðvar Jónsson í síma 8202105 eða Guðjón Eyjólfsson gudjoneyjolfsson [hjá] gmail [punktur] com
  • 
    26. júní 2017 Höfundur: siá

    Kyrrðarstund í Mosfellsbæ á þriðjudögum

    Kyrrðarstundir eru haldnar heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ öll þriðjudagskvöld, kl 20. Leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
  • 
    26. júní 2017 Höfundur: siá

    Mikill áhugi fyrir fyrirlestri Rainn Wilson

    Bahá'í þjóðarmiðstöðin að Kletthálsi 1 var þéttsetin í gær, sunnudaginn 25. júní, þegar leikarinn Rainn Wilson flutti fyrirlestur um Bahá'u'lláh, ævi hans og kenningar. Hann kallaði Bahá'u'lláh andlegan byltingarmann. Fyrirlestur hans var bæði skemtilegur og fræðandi. Auk þess svaraði hann spurningum úr sal. Ólafur Darri leikari sem er vinur Rainn mætti og sagði frá kynnum sínum af honum en þeir léku báðir í kvikmynd sem tekin var á síðasta ári. Rainn Wilson er einkum þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "The Office."
  • 
    22. júní 2017 Höfundur: siá

    Rainn Wilson á Íslandi

    Rainn Wilson
    Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, þekktur úr sjónvarpsþáttaröðinni "The Office" hefur ferðast um landið að undanförnu ásamt eiginkonu sinni, Holiday Reinhorn, og ungum syni. Wilson kom hingað til lands sem aðalfyrirlesari á sumarskóla Bahá'í samfélagsins sem haldinn var á Reykhólum, 14.-18. júní s.l. Sunnudaginn 25. júní ætlar hann að fjalla um sögu, lífsstarf og andleg rit stofnanda bahá'í trúarinnar í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1 í Reykjavík. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 og nefnist "Bahá'u'lláh, andlegur byltingarmaður".
  • 
    17. júní 2017 Höfundur: siá

    Margt um manninn á sumarskóla

    Hópur fólks er staddur á Bahá'í sumarskólanum, sem að þessu sinni er haldinn að Reykhólum. Hjónin Rainn Wilson og Holiday Reinhorn eru aðalgestir skólans. Þau munu bæði flytja fyrirlestra um ýmis málefni bæði fyrir fullorðna og unglinga.
  • 
    11. júní 2017 Höfundur: siá

    Blóm til Hrafnistu á Sjómannadaginn

    Bahá'í samfélagið í Hafnarfirði afhendir Hrafnistu blóm á Sjómannadaginn
    Bahá'í samfélagið í Hafnarfirði færði Hrafnistu ávaxtakörfu á Sjómannadaginn, eins og það hefur gert frá stofnun elliheimilisins.
  • 
    5. júní 2017 Höfundur: siá

    Rainn Wilson aðalfyrirlesari á sumarskóla

    Bahá'í sumarskólinn verður haldinn í Reykhólaskóla dagana 14.-18. júní. Meginþema skólans er Bahá'u'lláh, líf Hans og opinberun, í ljósi þess að tvö hundruð ár verða liðin frá fæðingu Hans í ár. Eins og venjulega verður dagskrá fyrir alla aldurshópa - börn, ungmenni og fullorðna. Skólinn er öllum opinn. Aðalfyrirlesari skólans er leikarinn góðkunni Rainn Wilson, en hann er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum "Office". Smellið á tengilinn til að lesa meira.
  • 
    17. maí 2017 Höfundur: siá

    Byggingu tilbeiðsluhússins í Kólumbíu miðar vel

    Mynd tekin með dróna af grunni tilbeiðsluhússins í Kólombíu
    Byggingu bahá'í tilbeiðsluhússins í Agua Azul, á Norte del Cauca svæðinu í Kólumbíu miðar vel. Gert er ráð fyrir að lokið verið við smíði þess snemma árs 2018. Smellið á tengilinn hér að ofan til að lesa frétt á ensku frá alþjóðlegu bahá'í fréttastofunni: Bahá'í News Service um framkvæmdirnar. Fréttin er á ensku.
  • 
    17. maí 2017 Höfundur: siá

    Þremur tonnum af áburði dreift á Skógum

    Böðvar Jónsson skrifaði eftirfarandi frétt: Starfið í Skógum fór óvenju snemma að stað þetta vorið. Á þessum tímapunkti er staða mála mjög góð. Landgræðslan var sérlega rausnarleg í áburðarstuðningi þannig að keypt voru 3 tonn af áburði sem lokið var við að dreifa í gær (15. maí). Fyrr í vor dreifðum við umtalsverðu af grasfræi í mela og skriður, sex pokum af túnvingli frá Landgræðslunni og þremur pokum af rýgresi. Þær skriður og melar sem sáð var í höfðu forgang þegar kom að áburðardreifingunni. Viðhald girðingarinnar hófst snemma í vor en endanlegum frágangi lauk í dag með tengingu hennar. Spennan á girðingunni er eins og best verður á kosið, 8000 volt, sem vonandi tryggir fáa eða helst enga útrekstrardaga.
  • 
    10. maí 2017 Höfundur: siá

    Kyrrðarstundir í Mosfellsbæ

    Garðar við helgidóm Bahá'u'lláh í Bahjí, Ísrael
    Kyrrðarstundir eru haldnar heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ öll þriðjudagskvöld, kl 20. Leið 15 stoppar í næsta nágrenni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
  • 
    25. apríl 2017 Höfundur: siá

    Tilkynning frá Akureyrarsamfélaginu

    Blómaskreyting í garðinum við helgidóm Bahá'u'lláh
    Í tilefni þess að í haust verður 200 ára fæðingarhátíð Bahá‘u‘lláh, opinberanda bahá‘í trúarinnar, birtir Bahá‘í samfélagið á Akureyri tilvitnanir eftir hann í Dagskránni út árið. Vilji einhver sem les þær fá að vita meira erum við í samfélaginu tilbúin til að bjóða viðkomandi upp á eftirfarandi: Að taka þátt í bænastundum, vera með í námshring sem fjallar um andlegar hliðar lífsins, eða fræðast um líf Bahá‘u‘lláh, viðhorf bahá‘í trúarinnar til annarra trúarbragða og afstöðu trúarinnar til dauðans. Hægt er að hafa samband við Böðvar Jónsson í síma 8202105 eða Guðjón Eyjólfsson (gudjoneyjolfsson [hjá] gmail [punktur] com).
  • 
    24. apríl 2017 Höfundur: siá

    Spennandi landsþingi lokið

    Landsþing bahá'ía 2017
    Fulltrúar bahá'í samfélaga víðs vegar af landinu sátu 46. landsþing bahá'ía sem haldið var í þjóðarmiðstöð trúarinnar að Kletthálsi 1, dagana 22. og 23. apríl. Auk þeirra sátu þingið meðlimir fráfarandi þjóðarráðs og fulltrúi álfuráðs, Erna Magnúsdóttir. Nokkrir bahá'íar fylgdust með þinginu úr sal. Nýtt þjóðarráð var kosið á þinginu. Engin breyting varð á skipun þess frá síðasta ári. Fulltrúarnir ræddu um ýmis mál er varða þróun trúarinnar hér á landi, en á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda trúarinnar. Mikill hugur var í fólki og margar tillögur voru sendar til nýkjörins þjóðarráðs til umsagnar.

Síður