Mahvash Sabet, sem hefur setið saklaus í fangelsi og sætt ómannúðlegri meðferð í tíu ár hefur nú lokið afplánun sinni. Hún er ein af sjö leiðtogum bahá'ía í Íran, sem urðu þekktir undir nafninu Yaran, eða “Vinir í Íran”. Þau voru öll fangelsuð fyrir upplognar og staðlausar sakargiftir.