Nýr hluti vefsins um hátíðarhöldin sem haldin voru í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh inniheldur ítarlegar upplýsingar frá meira en 150 löndum-þar á meðal frá Íslandi.
Bahá'íar í Reykjavík héldu upp á fyrsta dag ridván hátíðarinnar, 21. apríl, í þjóðarmiðstöðinni og heimsóttu síðan landið sem bahá'íar í Hafnarfirði hafa fengið úthlutað.
Bahá'í samfélagið á Íslandi hélt móttöku í þjóðarmiðstöð sinni fyrir ræðumenn og gesti sem sóttu afar vel heppnaða og málefnalega ráðstefnu í Norræna húsinu um umdeilt frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi varðandi bann við umskurði drengja.
Andleg svæðisráð bahá'ía í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi standa sameiginlega að hátíðarsamkomu í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, sunnudaginn 29. apríl kl. 4, í tilefni af 9. degi ridván hátíðarinnar.
Kyrrðarstund og leshringur verður heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ næstkomandi mánudagskvöld, kl 20.
Bahá'í samfélagið í Kanada heldur ráðstefnu í samstarfi við fræðimenn til að stuðla að réttlæti og að endurvekja traust, vináttu og samvinnu meðal frumbyggja og annars fólks í Kanada.
Bee McEvoy, bahá'íi sem býr í Hveragerði, flutti ljóðið „Someone must“ eða „Einhver hlýtur“ eftir Mahvash Sabet, í þýðingu Lofts Melbergs á ljóðakvöldi Listasafns Árnesinga í Hveragerði, þann 21. mars síðastliðinn.
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.
Tvö bahá'í ungmenni frá Íslandi, þau Matthildur Amalía Marvinsdóttir og Chadman Naimy, taka þátt í bahá'í ungmennaráðstefnu í Staffordshire á Englandi.
Um 50 börn, unglingar og fullorðnir mættu á sumarmót bahá’ía sem haldið var í Reykhólaskóla helgina 5. – 8. júlí síðastliðinn. Að venju var fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna. Á laugardeginum var farið til Skóga í Þorskafirði þar sem bahá’íar standa að skógrækt í samvinnu við Skógræktina. Þar plöntuðu ungir sem aldnir 400 trjám.