Árið 2017 voru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá‘u‘lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Í tilefni þess lét Andlegt ráð bahá'ía í Reykjavík útbúa námskeið um líf Hans og kenningar.
Meira en 2000 manns, þverskurður mannkyns, hittust í Bahjí í dag til að halda upp á Ridván hátíðina til minningar um opinbera köllun Bahá'u'lláh sem boðberi Guðs.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Í nýjasta hlaðvarpsþættinum frá Bahá’í heimfréttaþjónstunni kannaði Mina Yazdani, prófessor í sagnfræði við Austur-Kentucky háskólann í Bandaríkjunum, hve mikið bahá’íar í Íran hafa lagt af mörkum til íransks þjóðfélags. Dr. Yazdani sagði frá framlagi þeirra á ýmsum sviðum, meðal annars í heilbrigðis-, landbúnaðar- og menntamálum.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Eftir því sem kreppa á sviði umhverfismála eykst er sífellt brýnna að endurhugsa tengsl mannkyns við náttúruna og leita skilvirkra lausna. Þessi hugsun er dregin fram í nýútgefinni ritgerð á vefnum The Bahá’í World þar sem skoðað er hvernig einstaklingar, samfélög og stofnanir geta stuðlað að sjálfbærari framtíð.
BIC NEW YORK — Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) hefur sent frá sér stutt myndband undir yfirskriftinni „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingaskeiði“.
BIC NEW YORK – Í tilefni af leiðtogafundi framtíðarinnar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði hefur Alþjóðlega bahá’í samfélagið (BIC) sent frá sér yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Gagnkvæmum tengslum tekið opnum örmum: Undirstöður heims á umbreytingarskeiði“. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að alþjóðasamfélaginu gefist einstætt tækfæri til að láta gagnkvæm tengsl mannkyns skipa öndvegi í stjórnun alþjóðamála og til þess beri brýna nauðsyn.
Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.