Bahá'íar í Reykjavík héldu upp á fyrsta dag ridván hátíðarinnar, 21. apríl, í þjóðarmiðstöðinni og heimsóttu síðan landið sem bahá'íar í Hafnarfirði hafa fengið úthlutað.
Bahá'í samfélagið á Íslandi hélt móttöku í þjóðarmiðstöð sinni fyrir ræðumenn og gesti sem sóttu afar vel heppnaða og málefnalega ráðstefnu í Norræna húsinu um umdeilt frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi varðandi bann við umskurði drengja.
Andleg svæðisráð bahá'ía í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi standa sameiginlega að hátíðarsamkomu í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, sunnudaginn 29. apríl kl. 4, í tilefni af 9. degi ridván hátíðarinnar.
Kyrrðarstund og leshringur verður heima hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55 í Mosfellsbæ næstkomandi mánudagskvöld, kl 20.
Bahá'í samfélagið í Kanada heldur ráðstefnu í samstarfi við fræðimenn til að stuðla að réttlæti og að endurvekja traust, vináttu og samvinnu meðal frumbyggja og annars fólks í Kanada.
Bee McEvoy, bahá'íi sem býr í Hveragerði, flutti ljóðið „Someone must“ eða „Einhver hlýtur“ eftir Mahvash Sabet, í þýðingu Lofts Melbergs á ljóðakvöldi Listasafns Árnesinga í Hveragerði, þann 21. mars síðastliðinn.
Vahid Tizfahm lauk afplánun 10 ára dóms í gær. Hann er 44 ára gamall, yngstur sjö fyrrverandi leiðtoga bahá'ía í Íran, sem sættu ranglátri fangelsisvist frá árinu 2008 fyrir trúarskoðanir sínar.
Þrjú hefti sem Elsa Benediktsdóttir, Bahá'í á Akureyri, gaf út og myndskreytti með vatnslitamyndum hafa verið afhent Konubókastofunni á Eyrarbakka að gjöf.