BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Undanfarnar vikur hefur verið staðið fyrir góðum bænasamkomum á ‘Akká-Haifa svæðinu þar sem allir eru velkomnir. Vinir og nágrannar hafa komið saman, óháð menningarlegum eða trúarlegum bakgrunni, til samveru í anda góðvildar og vináttu, þar á meðal þeir sem tilheyra samfélögum gyðinga, múslima, kristinna og drúsa, sem og þeir sem ekki tilheyra trúarhefð.