Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fréttir

  • 
    9. April 2017 Höfundur: siá

    Bahá'í frá Ástralíu vill hitta íslensk trúsystkini sín

    Mogamet Dollie
    Mogamet Dollie, bahá'í frá Ástralíu er staddur á Íslandi í nokkra daga. Hann er á leiðinni heim til sín, eftir tveggja og hálfs árs þjónustu við Bahá'í heimsmiðstöðina í Haifa, Ísrael. Hann var verkstjóri starfsliðs við heimsmiðstöðina sem sá um að viðhalda og lagfæra hliðin og lampana við helgistaðina, ásamt ýmsum öðrum hlutum úr stáli.
  • 
    30. March 2017 Höfundur: siá

    Ungmennamót um páskana

    Ungmennamót um páskana
    Ungmennamót verður haldið dagana 12.-15. apríl í Reykjanesbæ. Hópurinn mun fara í gegnum bókina „Íhugun um líf andans“ sem fjallar um eðli mannverunnar, upphaf og tilgang lífsins, tilgang bænarinnar, sálina og hvernig hægt er að þjóna mannkyni. Útivist, listræn afþreying og heimsóknir verða hluti af dagskránni.
  • 
    30. March 2017 Höfundur: siá

    Bahá'íar á Akureyri auglýsa í Dagskránni

    Önnur auglýsingin sem bahá'í samfélagið á Akureyri mun birta næstu 40 vikurnar birtist í blaðinu í dag. Þetta er tilvitnun í rit Bahá'u'lláh, í tilefni af því að á þessu ári verða liðin 200 ár frá fæðingu hans.
  • 
    27. March 2017 Höfundur: siá

    Kyrrðarstund í Mosfellsbæ

    Kyrrðarstund verður haldin hjá Ólafi Haraldssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur, Reykjabyggð 55, í Mosfellsbæ næst komandi þriðjudagskvöld kl 20. Allir hjartanlega velkomnir.
  • 
    24. March 2017 Höfundur: siá

    Rainn Wilson á sumarskólanum

    Aðalfyrirlesari á bahá'í sumarskólanum í ár verður Rainn Wilson. Hann er þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "The Office." Skráning á skólann, sem að þessu sinni verður haldinn í Reykhólaskóla dagana 14.-18. júní, stendur nú yfir.
  • 
    23. March 2017 Höfundur: siá

    Tilvitnanir úr ritum Bahá'u'lláh í Dagskránni á Akureyri

    Bahá’í samfélagið á Akureyri mun birta vikulega tilvitnanir í rit Bahá'u'lláh í tilefni af því að í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Auglýsingarnar munu birtast í Dagskránni sem er sjónvarps og auglýsinga miðill gefinn út á Akureyri.
  • 
    23. March 2017 Höfundur: siá

    Bænakvöld og leshringur í Reykjanesbæ

    Bænakvöld og leshringur verður í Bahá'í miðstöðinni að Túngötu 11 Reykjanesbæ fimmtudaginn 23. mars kl. 20:00. Allir velkomnir.
  • 
    21. March 2017 Höfundur: siá

    10000 trjáplöntur gróðursettar í Skógum í vor

    Á komandi vori verður plantað 10.000 trjáplöntum af ýmsum tegundum í skógræktargirðinguna í Skógum undir handleiðslu, ráðgjöf og í samstarfi við Skógræktina.
  • 
    19. March 2017 Höfundur: siá

    Fjölmenni á hrífandi nýárshátíð

    Fjölmenni var á hrífandi naw-rúz (nýárshátíð bahá'ía), árið 174 samkvæmt badí tímatalinu, sem samfélögin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ héldu sameiginlega í Árskógum 4, í Mjódd. Óhætt er að fullyrða að hátíðin hefur sjaldan verið glæsilegri.
  • 
    17. March 2017 Höfundur: siá

    Nýárshátíð bahá'ía

    Naw-rúz hátíð
    Verið velkomin á nýárshátíð bahá'ía 19. mars kl. 18:00 að Árskógum 4 í Mjódd.
  • 
    13. March 2017 Höfundur: siá

    Sameiginleg nýárshátíð

    Andleg svæðisráð Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar halda sameiginlega nýárshátíð þann 19. mars, kl. 18, að Árskógum 4 í Mjódd. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru bahá'íar eða ekki. Nýtt bahá'í ár hefst 20. mars, að lokinni föstunni sem enn stendur yfir.
  • 
    12. March 2017 Höfundur: siá

    Kyrrðarstund í Mosfellsbæ

    Kyrrðarstund verður haldin að venju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 14. mars, kl. 20, á heimili Ólafs Haraldssonar og Ragnheiðar Ragnarsdóttur að Reykjabyggð 55. Slíkar kyrrðarstundir hafa verið haldnar vikulega á heimili hjónanna um árabil. Á eftir bænalestri er boðið upp á veitingar og rætt um andleg málefni sem tengjast Bahá'í trúnni.
  • 
    12. March 2017 Höfundur: siá

    Ungmennamót í Njarðvík um páskana

    Ungmennamót verður haldið dagana 12.-15. apríl (í páskaleyfinu) í Bahá'í miðstöð Njarðvíkur að Túngötu 11. Farið verður í gegnum Ruhi bók 1. Námskeiðið er opið fyrir öll ungmenni sem áhuga hafa.
  • 
    10. March 2017 Höfundur: siá

    Þemakvöld í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ

    Á þemakvöldi sem verður haldið í Bahá'í miðstöðinni í Reykjanesbæ, Túngötu 11, fimmtudaginn 9. mars kl. 20 verður fjallað um lífið eftir dauðann, sagt frá nýjustu rannsóknum á nærdauðareynslu, hugmyndum trúarbragðanna um það sem tekur við að loknu þessu lífi og margt annað spennandi og dularfullt. Allir hjartanlega velkomnir!
  • 
    5. March 2017 Höfundur: siá

    Bahá'í föstumánuðurinn er hafinn

    Paradísarfugl
    Síðasti mánuður ársins er föstumánuður, en hver mánuður stendur í 19 daga samkvæmt bahá'í tímatalinu. Fastan hófst 1. mars og stendur til 19. mars, að báðum dögum meðtöldum. Á þessu tímabili er lögð mikil áhersla á bænir og hugleiðslu. Átrúendurnir neita sér um mat og drykk frá kl. 6 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.

Pages