Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Námshringir


Bahá'í námshringur í Austin, Bandaríkjunum
Bahá'í námshringur í Austin, Bandaríkjunum

 

„Sökkvið yður í úthaf orða minna, svo að þér megið afhjúpa leyndardóm þeirra og uppgötva allar perlur viskunnar, sem liggja fólgnar í djúpum þess“  - Bahá'u'lláh

 

Bahá’íar skipuleggja námshringi sem eru opnir öllum sem náð hafa fimmtán ára aldri. Námsefnið byggir á kenningum trúarinnar um ást, einingu og umbreytingu. Áhersla er lögð á þjónustu við mannkynið. Tilgangurinn með náminu er að finna leiðir sem einstaklingurinn getur farið til að breyta sjálfum sér og umhverfi sínu.


Íhugun um líf andans

Fyrsta bókin í námshringjaröðinni heitir Íhugun um líf andans. Fjallað er um andlegt eðli mannsins út frá sjónarhorni bahá’í trúarinnar. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta sem allir lúta að andlegu lífi einstaklingsins: 1) Að skilja bahá’í ritningarnar 2) Bænir og 3) Líf og dauði.


Hafðu samband við bahá'ía á þínum stað, eða Bahá'í þjóðarskrifstofuna, ef þú vilt taka þátt í námshring. Hringdu í síma 567 0344 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið: bahai[hjá]bahai.is