Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Barnakennsla


Börn í bahá'í barnakennslu í Reykjanesbæ
Börn í bahá'í barnakennslu í Reykjanesbæ

 

„Lítið á manninn sem námu fulla af ómetanlegum gimsteinum. Aðeins menntun getur fengið hana til að opinbera fjársjóði sína og gert mannkyni kleift að njóta góðs af þeim“ - Bahá'u'lláh

 

Börnin eru framtíð samfélagsins og því líta bahá’íar svo á að andleg uppfræðsla þeirra sé mikilvægasta þjónustan sem hægt er að veita. Bahá’í samfélagið býður upp á barnakennslu sem öllum stendur til boða, þar sem hægt er að koma því við.

Tilgangur kennslunnar er að hjálpa börnunum að tileinka sér dyggðir og laða fram þá ómetanlegu gimsteina sem í þeim búa. Kennslan felur í sér ýmiss konar lærdómsþætti: Tilvitnanir eru lagðar á minnið, lög sem tengjast námsefninu eru sungin, sögur eru sagðar, farið er í leiki og myndir eru litaðar eða teiknaðar.

Kennararnir hafa hlotið sérstaka þjálfun, sem hjálpar þeim að auka skilning sinn á andlegum meginreglum varðandi uppfræðslu barna.

Ef þú vilt að barnið þitt fái tækifæri til að sækja þessa kennslu, hafðu þá samband við bahá'ía á þínum stað eða bahá'í þjóðarskrifstofuna, Kletthálsi 1. Síminn þar er 567 0344. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á netfangið: bahai[hjá]bahai.is