Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Samfélag tekur höndum saman til að byggja upp að nýju eftir að fellibylur leggur allt í rúst


13. apríl 2018 Höfundur: siá
Unglingar og fullorðið fólk hjálpast að við að byggja gróðurhús í Kalinago héraðinu

Unglingar og fullorðið fólk hjálpast að við að byggja gróðurhús í Kalinago héraðinu

ROSEAU, Dóminika, 13. apríl 2018, (BWNS) — Fellibylurinn María var einhver mesti fellibylur sem mælst hefur í Atlantshafi. Þegar hann skall á fyrir sjö mánuðum skildi hann eftir sig slóð hrikalegrar eyðingar —heimili eyðilögðust, akrar urðu ónýtir og samfélög voru lögð í rúst. En fólkið á eyjunni Dóminíka í Karabíska hafinu dó ekki ráðalaust. Það tók höndum saman um uppbygginguna. Það uppgötvuði að með því að standa saman gátu þau byggt upp að nýju og eflt í leiðinni andleg tengsl milli nágranna. Þessi tengsl gera fólki kleift að gefast ekki upp þegar erfiðleikar steðja að.

Aðstoð í formi vatns, matar og hjálpargagna barst seint til Kalinago héraðsins á Dóminika. Þetta er landbúnaðarsvæði og íbúarnir eru flestir innfæddir. Fellibylurinn lék þetta svæði mjög grátt.

Eyjan Dóminíka þar sem bahá'í samfélög byggðu gróðurhús til að endurheimta fæðutegundir

Eyjan Dóminíka þar sem bahá'í samfélög byggðu gróðurhús

Þó að bahá'íar á eyjunni Dominíka væru frekar fámennir litu bahá'í samfélögin á eyjunni samt ekki á sig sem hjálparvana fórnarlömb, heldur sem hreyfiafl til að breyta aðstæðum á eyjunni til hins betra. Bahá'íarnir gerðu sér grein fyrir því að nágrannar þeirra þurftu á skjótri aðstoð að halda. Þeir kölluðu saman embættismenn á svæðinu til að eiga samráð við þá um það hvað hægt væri að gera. Þau ákváðu að byggja allmörg gróðurhús til að endurheimta fæðutegundir sem höfðu glatast í storminum. Margir íbúanna gáfu leyfi sitt fyrir því að byggja gróðurhús á landareign þeirra, þar sem hægt var að planta fræjum og einnig landareignir þar sem væri seinna meir hægt að planta ungplöntunum.

„Bygging gróðurhúsanna þjappaði samfélaginu saman á markverðan hátt, “útskýrði Siila Knight, bahá'í frá Barbados sem heimsótti svæðið til að hjálpa við skipulagningu hjálparstarfsins fyrir hönd Alþjóðlega bahá'í samfélagins (BIC – Bahá'í International Community). „Nágrannar og vinir tóku höndum saman og unnu frá morgni til kvölds. Þeir gáfu hluti sem þeir gátu séð af og björguðu því sem var nýtanlegt og söguðu planka úr föllnum pálmatrjám. Í lok vinnudagsins komu þeir aftur saman til að biðjast fyrir.”

Íbúar í Newtown á eyjunni Roseau hreinsa til eftir fellibylinn

Íbúar í Newtown hreinsa til eftir fellibylinn

Önnur svæði nýttu sér einnig þann lærdóm sem starfið í Kalinago gat af sér. Í Newtown, sem er hverfi í höfuðborginni Roseau, ákváðu íbúarnir að hreinsa höfnina af trjádrumbum sem lokuðu innsiglingunni. Þeir notuðu síðan timbrið til að reisa gróðurhús, líkt og gert var í Kalinago, til að rækta fræ á fljótvirkan hátt, sem svo var hægt að gróðursetja á þeim bóndabæjum þar sem fellibylurinn hafði eyðilagt uppskeruna.

„Ég hef séð hvernig allt þetta starf hefur gefið öllum von,” sagði Siila Knight, sem hefur tekið þátt í enduruppbyggingunni sem átt hefur sér stað í báðum þessum samfélögum. Fólkið sá það svart á hvítu hve samráð er öflug leið til að leysa erfið vandamál og til að efla samtakamáttinn.

Nágrannar og vinir fyrir framan gróðurhús sem þeir reistu saman

Nágrannar og vinir fyrir framan gróðurhús sem þeir reistu saman

Bæði samfélögin komust að raun um það að þetta starf var ekki bara til gagns hvað varðar efnahagslega aðstoð, það var einnig aflvaki til þess að nágrannar og vinir hittust, til að biðjast fyrir, íhuga og nema andlegar kenningar. Í Kalinago héraðinu urðu gróðurhúsin að samkomustöðum. Samfélagið byrjaði að halda andlegar kennslustundir fyrir börn og unglinga, auk helgistunda sem voru öllum opnar. Bekkir voru búnir til úr trjástubbum.

Ungplönturnar sem voru ræktaðar í gróðurhúsunum hafa séð íbúum allmargra þorpa í héraðinu fyrir fæðu. Samfélagið hefur einnig tekið þátt í öðrum verkefnum, eins og til dæmis að setja nýtt þak á bókasafn staðarins og útvega gögn fyrir nokkra skóla á svæðinu.