Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Gula stykkið á staðarmusterinu í Kólombíu táknar kókosplöntu í blóma


4. apríl 2018 Höfundur: siá

 

Efsta stykkinu á tilbeiðsluhúsinu í Kólombíu komið fyrir

Efsta stykkinu á tilbeiðsluhúsinu í Kólombíu komið fyrir

AGUA AZUL, Kólombíu, 4. apríl 2018, (BWNS) — Efsta stykkinu í rjáfri bahá'í svæðistilbeiðsluhússins í Kólombíu hefur verið komið fyrir á sínum stað. Það markar mikilvæg þáttaskil í þessari sögulegu framkvæmd.

Gula stykkið táknar kókósplöntu í blóma – sem er þekkt tákn í landinu. Því var komið fyrir stuttu eftir bahá'í nýárshátíðina, sem haldin er þegar vorið er nýgengið í garð. Stykkið, sem er gert úr sjálflýsandi efni  safnar í sig sólarljósi yfir daginn og lýsist upp á náttúrulegan hátt við sólsetur.

Á næstu vikum, verður skrautskrift með orðinu ‘baha,’ sem þýðir dýrð, komið fyrir efst í hvelfingunni. Mismunandi útfærsla þessa heilaga tákns er að finna í öllum bahá'í tilbeiðsluhúsum.

Allt frá þeim tíma er Allsherjarhúsi réttvísinnar, árið 2012, tilkynnti að reisa ætti þetta tilbeiðsluhús hefur bygging þess verið mjög hugleikin samfélögunum í nágrenni þess.

„Bygging musterisins hefur svo sannarlega haft áhrif á samfélagið,” sagði Jean Paul Viafara Mora, 18 ára gamall unglingur sem býr á staðnum. „Það er heilnæmur samkomustaður, í mótvægi við starfsemi sem er ef til vill ekki æskileg fyrir íbúa staðarins.”

Hann hélt áfram: „Trúin býr yfir andlegum mætti sem hefur áhrif á okkur öll og hún stuðlar að andlegum þroska okkar og sterkari tengslum okkar við Skapara okkar.”

Eftir því sem verkinu hefur miðað áfram, hefur verið gert átak í því að byggja upp lifandi samfélag, bæði andlega og veraldlega. Á síðustu fimm árum hafa meðlimir samfélagsins unnið að því að endurheimta trjágróður á svæðinu í kringum tilbeiðsluhúsið. Villtur gróður sem var horfinn af svæðinu, eftir mikla fjölgun sykurplantekra sem dreifðust um allt landið á mörgum áratugum, er nú að ná sér aftur á strik.

Samfélagið vinnur að því að endurheimta gróður í grennd við musterið

Meðlimir samfélagsins á göngu á musterislandinu

Endurheimtun gróðursins í Norte del Cauca hefur átt sér stað á sama tíma og andleg vakning hefur orðið meðal íbúanna, sem safnast saman til bænahalds við alls konar tilefni í einingu og ást. Margir íbúanna hafa fundið sameiginlega leið til að þjóna samfélaginu, sem hefur aukið samstöðu meðal nágrannanna.

Samfélagið heldur oft helgistundir á landi Bosque Nativo (sjálfsprottin skógur), á morgnana áður en það heldur til vinnu.

Þetta hefur vakið athygli margra í héraðinu. Þar á meðal bæjarstjórans Jenny Nair Gomez, sem heimsótti musterislandið fyrir skömmu. Hún hafði á því orð að vonandi mundi musterið brátt verða tekið í notkun. Það er greinilegt að hún er hrifin, eins aðrir íbúar af þeim framförum sem eiga sér stað á svæðinu. Hún hefur heitið því að vinna með samfélaginu að þeim jákvæðu breytingum sem bygging musterisins hefur leitt af sér.