Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Frímerki gefin út víða um heim í tilefni af 200 ára afmælinu


29. mars 2018 Höfundur: siá

 

Nokkur þeirra frímerkja sem komið hafa út í tilefni af 200 ára afmælinu

Nokkur þeirra frímerkja sem komið hafa út í tilefni af 200 ára afmælinu

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN, 28. mars 2018, (BWNS) — Samfélög um allan heim hafa lagt sig fram um að heiðra líf og kenningar Bahá'u'lláh á 200 ára afmælinu (200 ár eru liðin frá fæðingu Hans). Í allmörgum löndum, þar á meðal í Austurríki, Brasilíu, Kambódíu, Þýskalandi, Malasíu og Hollandi hefur þessa verið minnst með útgáfu frímerkja.

Frímerkin eru yfirleitt prýdd bahá'í táknum og byggingum sem tengjast trúnni. Í Kambódíu, til dæmis, er myndin á frímerkinu af staðartilbeiðsluhúsinu sem var nýlega vígt í Battambang. Þýska frímerkið er líka með mynd af bahá'í tilbeiðsluhúsi—í þessu tilfelli álfutilbeiðsluhúsi Evrópu í Langenhain, Þýskalandi. Önnur frímerki skarta þekktum bahá'í táknum, eins og níu horna stjörnunni. Á einu merkjanna, sem gefið var út í Hollandi, getur að líta skrautskrift heilagra orða í formi paradísarfugls—verk eftir Mishkin-Qalam, virtan persneskan listamann frá 19. öld.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frímerkin hafa verið gefin út í tilefni af sögulegum bahá'í atburðum. Árið 1992, til að minnast þess að öld var liðin frá andláti Bahá'u'lláh, voru frímerki gefin út í nokkrum löndum, þar á meðal í Brasilíu, Trinidad og Tobago og Grenada.

Á því ári voru einnig gefin út frímerki til að minnast annarra merkilegra tímamóta. Í Panama var gefið út frímerki af álfutilbeiðsluhúsi Mið-Ameríku, en þá voru liðin 20 ár frá vígslu þess. Í Guyana var gefið út frímerki á því sama ári til minnast þess að þá var liðin hálf öld frá því trúin barst til landsins. Árið 2001 var gefið út frímerki í Ísrael í tilefni af opnun stallana af helgidómi Bábsins í Haifa.

Bahá'í trúin barst til margra landa á árunum 1953 til 1963 í tíu ára heimsáætlun. Í nokkrum löndum voru gefin út frímerki til að minnast þess að fimmtíu ár voru liðin frá því trúin náði fótfestu í þeim löndum. Slík frímerki voru til dæmis gefin út í Monakó og á Salómonseyjum.

Bahá'í tákn hafa verið gefin út á frímerkjum í marga áratugi. Á árunum 1940-1950 var gefin út sería frímerkja með myndum af tilbeiðsluhúsinu í Chicago, Bandaríkunum. Frímerkin voru gefin út í Santiagó, Síle. Röð markverðra atburða áttu síðan eftir að valda því að mörgum árum seinna var ákveðið að reisa álfumusteri Suður Ameríku í Santíagó.

 

Frímerki frá Malasíu

Frímerki frá Malasíu

 

Myndir af frímerkjum sem gefin hafa verið út á þessu ári og á árum áður er hægt að skoða hér

 

.