Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Farið með ljóð eftir Mahvash Sabet í Listasafni Árnesinga, Hveragerði


26. mars 2018 Höfundur: siá
Ljóðakvöldið í Hveragerði. Bee McEvoy er sjötta frá vinstri (í rauðri peysu)

Ljóðakvöldið í Hveragerði. Bee McEvoy er sjötta frá vinstri (í rauðri peysu)

Bee McEvoy, bahá'íi sem býr í Hveragerði, flutti ljóðið „Someone must“ eða „Einhver hlýtur“ eftir Mahvash Sabet, í þýðingu Lofts Melbergs á ljóðakvöldi Listasafns Árnesinga í Hveragerði, þann 21. mars síðastliðinn. Ljóðið var flutt bæði á ensku og íslensku. Það birtist í bókinni Prison Poems. Mahvash samdi ljóðin á meðan hún var í fangelsi.

Mahvash Sabet

Mahvash Sabet

Mahvash Sabet er ein sjömenninganna er nefnast Yaran (vinirnir). Yaran hópurinn var í forystu bahá'í samfélagsins í Íran þar til þau voru öll handtekin fyrir 10 árum. Fólkið sat inni í áratug fyrir það eitt að aðstoða ofsótta bahá'ía í Íran. Mahvash hefur nú lokið við að afplána 10 ára dóm og hefur verið leyst úr haldi. Sömu sögu er að segja um fimm meðlimi hópsins til viðbótar. Einn sjömenninganna, Afif Naeimi, er enn í varðhaldi og bahá'í samfélagið er sem fyrr réttindalaust með öllu í landinu. Bahá'íar fá ekki að sækja sér æðri menntun, stunda viðskipti án þess að vera áreittir og geta hvenær sem er átt von á að vera handteknir fyrir upplognar sakir.