Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Líkan af þjóðarmusteri Papúa Nýju Guíneu afhjúpað við mikinn fögnuð viðstaddra


23. mars 2018 Höfundur: siá

 

Líkan af af bahá'í þjóðartilbeiðsluhúsinu á Papúa Nýju Guíneu

Líkan af af bahá'í þjóðartilbeiðsluhúsinu á Papúa Nýju Guíneu

PORT MORESBY, Papúa Nýju Guíneu , 21. mars, 2018 (BWNS)—Líkanið af bahá'í þjóðartilbeiðsluhúsinu á Papúa Nýju Guíneu var sýnt í fyrsta sinn í dag. Tilbeiðsluhúsið er annað af tveimur bahá'í þjóðarmusterum sem verða byggð á næstu árum, sem markar ný tímamót í bahá'í heimssamfélaginu.

Um það bil fimm hundruð manns komu saman á musterislandinu í höfuðborginni, Port Moresby, á naw-rúz, bahá'í nýja árinu, í tilefni af þessum merka áfanga.

 

Innfæddir bahá´íar sýndu þjóðdansa

Innfæddir bahá´íar sýndu þjóðdansa

Þjóðdansar sem fulltrúar íbúa víðs vegar af landinu dönsuðu á hátíðinni vöktu gleði og hrifningu. Hópur frá Madina þorpi, þaðan sem fyrstu innfæddu bahá'íarnir á Papúa Nýju Guíneu komu, sýndu helgidans af þessu tilefni.

Eftir áhrifamikla helgistund, kynnti Confucius Ikoirere ritari Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á PNG (Papúa Nýju Guíneu), hlutverk tilbeiðsluhússins. “Í baháí ritunum er tilbeiðsluhúsinu lýst sem miðstöð þjóðfélagsins til að efla vináttu. Það er opið öllum íbúum á svæðinu, sama hver trúarbrögð þeirra eru, bakgrunnur, kynþáttur eða kyn.” Confucius talaði líka um hlutverk tilbeiðsluhússins til að stuðla að samfélagsuppbyggingu og hvernig tilbeiðsla og þjónusta eru samofin því.

Rodney Hancock, sem kom upphaflega frá Nýja Sjálandi—annar þeirra tveggja einstaklinga sem kom með bahá'í trúna til PNG á árunum í kringum 1950—var beðinn um að afhjúpa musterislíkanið á samkomunni.

Kvennahópur frá Mount Brown söng lag á þeirra mállýsku, sem lýsti því hvernig forfeður þeirra og mæður höfðu tekið bahá'í trú.

 

Arkitektarnir Henry Lape, sem er frá PNG og Saeed Granfar

Arkitektarnir Henry Lape, sem er frá PNG og Saeed Granfar

Arkitektarnir Henry Lape, sem er frá PNG og Saeed Granfar, ávörpuðu einnig samkomuna. Þeir útskýrðu að það hefði verið mjög erfitt að “finna sameiginlegt stef” því að musterið var “mikil áskorun í landi með meira en 700 mismunandi menningarhópa."

“Ein einföld mynd sem kom oft upp í hugann var vefnaðarlistin,” sögðu Henry og Saeed í ræðu sinni. "Vefnaður er enn áberandi á Papúa Nýju Guineu, bæði í þorpum og borgum landsins. Hann minnir mörg okkar á “heimili”, hagnýt og falleg listgrein sem við erum í náinni snertingu við daglega.”

Fleiri myndir hér.

Aðalsalur tilbeiðsluhússins tekur 350 manns í sæti.

Aðalsalur tilbeiðsluhússins tekur 350 manns í sæti.