Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Elsti meðlimur Yaran hópsins lýkur afplánun


17. mars 2018 Höfundur: siá
Jamaloddin Khanjani, annar frá vinstri, ásamt þremur fyrrverandi meðlimum Yarans (vinanna) sem hafa lokið sinni óréttlátu afplánun—Saeid Rezaie (í miðju), Fariba Kamalabadi (þriðja frá hægri), og Mahvash Sabet (önnur frá hægri)

Jamaloddin Khanjani, annar frá vinstri, ásamt þremur fyrrverandi meðlimum Yarans (vinanna) sem hafa lokið sinni óréttlátu afplánun—Saeid Rezaie (í miðju), Fariba Kamalabadi (þriðja frá hægri), og Mahvash Sabet (önnur frá hægri)

BIC NEW YORK, 17. mars 2018, (BWNS)—Jamaloddin Khanjani, 85 ára, lauk í gær afplánun 10 ára dóms, eftir að hafa setið inni í fangelsi í áratug fyrir engar sakir og sætt harðræði í írönskum fangelsum. Hann er einn af sjö meðlimum Yaran hópsins sem veitti áður forystu samfélagi bahá'ía í Íran. Þau voru öll fangelsuð fyrir falskar og tilhæfulausar ákærur. Jamaloddin, elstur sjömenninganna, er sá fimmti sem leystur er úr haldi á þessu ári.

“Herra Khanjani og hinir meðlimir Yaran hópsins hefðu aldrei átt að fara í fangelsi í fyrsta lagi,” sagði Bani Dugal, aðalfulltrúi Bahá'í alþjóðlega samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum. “Ekki aðeins drýgðu þau engan glæp, heldur lögðu þau mikið að mörkum til að bæta sín samfélög og sitt land.”

Jamaloddin fæddist árið 1933 í borginni Sangsar. Hann ólst upp á mjólkurbúi og fór síðar út í viðskipti. Hann setti á fót múrsteinsverksmiðju sem sá nokkur hundruð manns fyrir vinnu. Eftir islmösku byltinguna, árið 1979, var hann knúinn til að loka verksmiðjunni, sem varð til þess að margt starfsfólk varð atvinnulaust, sökum þeirra ofsókna sem hann sætti vegna þess að hann er bahá'í. Verksmiðjan var síðar þjóðnýtt af yfirvöldum.

Undir lok aldamótanna tókst Jamaloddin að koma á fót vélvæddu bóndabýli. En yfirvöldin settu alls konar hindranir í veg fyrir hann, sem gerðu honum erfitt um vik að stunda viðskipti. Þessar hindranir náðu líka til barna hans og ættingja og fólust meðal annars í því að neita þeim um lán, með því að loka fyrirtækjum þeirra og banna þeim að ferðast út fyrir landið.

Íranskir bahá'íar sæta enn tilhæfulausum handtökum og fangelsunum, óréttlátum efnahagsþvingunum og þeim er neitað um aðgang að æðri menntun. Efnahagsofsóknir hafa sérstaklega aukist upp á síðkastið.