Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Forsetanum afhentar bahá'í bækur í tilefni af 200 ára afmæli Bahá'u'lláh


23. December 2017 Höfundur: siá
Bahá'íar afhenda Guðna Jóhannessyni forseta tvær bækur

Bahá'íar afhenda Guðna Jóhannessyni forseta tvær bækur

12. desember síðastliðinn afhentu fulltrúar íslenska bahá'í samfélagsins, þau Matthías Pétur Einarsson og Sigríður Jónsdóttir, Guðna Jóhannessyni forseta tvær bækur um ævi og kenningar Bahá'u'lláh, í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Hans. Önnur bókin, “Bahá'u'lláh, líf hans og opinberun” eftir Eðvarð T. Jónsson, kom út fyrir nokkrum árum. Hitt ritið er glænýtt hefti sem nefnist einfaldlega “Bahá'u'lláh.” Það var samið og gefið út af Elsu Benediktsdóttur í tilefni af 200 ára afmælinu. Heftið er prýtt vatnslitamyndum eftir höfundinn.