Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Rainn Wilson á Íslandi


22. júní 2017 Höfundur: siá
Rainn Wilson

Rainn Wilson

 

Rainn Wilson á Íslandi

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, þekktur úr sjónvarpsþáttaröðinni "The Office" hefur ferðast um landið að undanförnu ásamt eiginkonu sinni, Holiday Reinhorn, og ungum syni. Wilson kom hingað til lands sem aðalfyrirlesari á sumarskóla Bahá'í samfélagsins sem haldinn var á Reykhólum, 14.-18. júní s.l. Sunnudaginn 25. júní ætlar hann að fjalla um sögu, lífsstarf og andleg rit stofnanda bahá'í trúarinnar í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1 í Reykjavík. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 og nefnist "Bahá'u'lláh, andlegur byltingarmaður". Tilefnið er að á þessu ári eru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, höfundar bahá'í trúarinnar. Rainn Wilson hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og leikur eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttunum Star Trek: Discovery sem byrjað verður að sýna síðar á þessu ári. Hann hefur skrifað bækur og rak til skamms tíma netfyrirtækið SoulPancake sem er meðal þeirra bandarísku netfyrirtækja sem vaxið hafa hraðast á undanförnum árum. Wilson og eiginkona hans starfrækja mannúðarsamtök á Haiti þar sem áhersla er lögð á að kenna unglingstúlkum lestur og listiðkun og styrkja þær til frekara náms.

Fréttir um heimsókn Rainn og eiginkonu hans birtust á mbl.is og nútíminn.is

http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/06/22/office_leikari_a_slandi/

http://nutiminn.is/rainn-wilson-ur-the-office-flytur-fyrirlestur-um-lifs...