Hópur fólks er nú staddur á Bahá'í sumarskólanum, sem að þessu sinni er haldinn að Reykhólum. Hjónin Rainn Wilson og Holiday Reinhorn eru aðalgestir skólans. Þau munu flytja fyrirlestra fyrir fullorðna um ýmis málefni og fræða unglinga og ungmenni. Rainn flutti áhugaverðan fyrirlestur í dag um myndlíkingar í bahá'í helgiritunum. Rainn og Holiday stofnuðu fyrir nokkrum árum hjálparsamtökin Lide, sem veitir unglingsstúlkum á Haiti möguleika á menntun. Rainn er leikari, þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Office. Holiday er rithöfundur. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Á kvöldvökunni voru flutt ýmis skemmtiatriði. Meðal annars söng Sharon Raffaella nokkur lög. Börn og unglingar fluttu skemmtiatriði og þátttakendum var kenndur dans. Kvöldinu lauk með fjölsóttri helgistund.